Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   þri 26. september 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Glazers Burt" borða flogið yfir heimavöll Tampa Bay
Mynd: Getty Images
Hópur stuðningsmanna Manchester United létu fljúga borða með skilaboðunum „Glazers Burt" yfir Raymond James leikvanginn í Flórída.

Leikvangurinn er heimavöllur Tampa Bay Buccaneers sem er lið í NFL deildinni í Bandaríkjunum. Glazer fjölskyldan, sem á Manchester United, á einnig lið Buccaneers.

Glazer fjölskyldan hefur átt United frá árinu 2005 en í nóvember á síðasta ári sögðu eigendurnir að þeir væru tilbúnir að hlusta á tilboð í félagið. Fjölskyldan hefur enn í dag ekki ákveðið hvort hún vilji selja sinn hlut í félaginu eða ekki.

Stuðningsmenn eru ekki kátir með eigendurna og nú eru mótmælin farin að færast út fyrir England og til Bandaríkjanna. Spurning hvort að það hafi einhver áhrif á eigendurna?Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner
banner