Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 26. september 2023 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Telma fyrir leikinn í dag.
Telma fyrir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er vissulega súrt tap," sagði markvörðurinn Telma Ívarsdóttir eftir 4-0 tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. „Við þurfum að laga og bæta okkur í ýmsu."

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Telma var að spila sinn annan keppnisleik með Íslandi. Hennar fyrsti keppnisleikur var gegn Wales síðasta föstudags. Var öðruvísi að fara inn í þennan leik?

„Já, þetta var aðeins öðruvísi. Það voru aðeins fleiri í stúkunni hérna en heima. Ég hvet fólk til að mæta í október. Mér leið samt vel allan tímann. Ég hafði fulla trú og við gerðum okkar besta, en það skilaði sér ekki alveg."

Þjóðverjar fengu blóð á tennurnar við fyrsta markið. „Þetta datt ekki alveg með okkur í fyrri hálfleik."

Telma hugsaði með sér eftir leikinn að hún hefði getað gert betur í fyrsta markinu. „Þetta var óvænt skot. Ég er að bakka niður og stíg í vitlausan fót. Ég næ ekki að fara út því ég stíg í hina áttina. Ég læri bara af því eins og öllu öðru. Hin þrjú mörkin voru erfið en ég á eftir að sjá það aftur."

Röddin var alveg farin hjá Telmu í viðtalinu en það var mikil stemning í Bochum í kvöld og vel mætt á völlinn. „Ég öskraði svolítið mikið í kvöld. Ég veit ekki einu sinni hvort stelpurnar hafi heyrt í mér (út af látunum á vellinum) en ég reyndi eins og ég gat."

„Við ætlum ekkert að hætta núna og hengja haus. Við eigum tvo heimaleiki í október þar sem við ætlum að sýna okkur og sanna. Ég vona að sem flestir komi að horfa á okkur."

Hægt er að sjá viðtalið við Telmu í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner