Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 26. september 2023 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Telma fyrir leikinn í dag.
Telma fyrir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er vissulega súrt tap," sagði markvörðurinn Telma Ívarsdóttir eftir 4-0 tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. „Við þurfum að laga og bæta okkur í ýmsu."

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Telma var að spila sinn annan keppnisleik með Íslandi. Hennar fyrsti keppnisleikur var gegn Wales síðasta föstudags. Var öðruvísi að fara inn í þennan leik?

„Já, þetta var aðeins öðruvísi. Það voru aðeins fleiri í stúkunni hérna en heima. Ég hvet fólk til að mæta í október. Mér leið samt vel allan tímann. Ég hafði fulla trú og við gerðum okkar besta, en það skilaði sér ekki alveg."

Þjóðverjar fengu blóð á tennurnar við fyrsta markið. „Þetta datt ekki alveg með okkur í fyrri hálfleik."

Telma hugsaði með sér eftir leikinn að hún hefði getað gert betur í fyrsta markinu. „Þetta var óvænt skot. Ég er að bakka niður og stíg í vitlausan fót. Ég næ ekki að fara út því ég stíg í hina áttina. Ég læri bara af því eins og öllu öðru. Hin þrjú mörkin voru erfið en ég á eftir að sjá það aftur."

Röddin var alveg farin hjá Telmu í viðtalinu en það var mikil stemning í Bochum í kvöld og vel mætt á völlinn. „Ég öskraði svolítið mikið í kvöld. Ég veit ekki einu sinni hvort stelpurnar hafi heyrt í mér (út af látunum á vellinum) en ég reyndi eins og ég gat."

„Við ætlum ekkert að hætta núna og hengja haus. Við eigum tvo heimaleiki í október þar sem við ætlum að sýna okkur og sanna. Ég vona að sem flestir komi að horfa á okkur."

Hægt er að sjá viðtalið við Telmu í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner