Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 26. september 2023 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Telma fyrir leikinn í dag.
Telma fyrir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er vissulega súrt tap," sagði markvörðurinn Telma Ívarsdóttir eftir 4-0 tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. „Við þurfum að laga og bæta okkur í ýmsu."

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Telma var að spila sinn annan keppnisleik með Íslandi. Hennar fyrsti keppnisleikur var gegn Wales síðasta föstudags. Var öðruvísi að fara inn í þennan leik?

„Já, þetta var aðeins öðruvísi. Það voru aðeins fleiri í stúkunni hérna en heima. Ég hvet fólk til að mæta í október. Mér leið samt vel allan tímann. Ég hafði fulla trú og við gerðum okkar besta, en það skilaði sér ekki alveg."

Þjóðverjar fengu blóð á tennurnar við fyrsta markið. „Þetta datt ekki alveg með okkur í fyrri hálfleik."

Telma hugsaði með sér eftir leikinn að hún hefði getað gert betur í fyrsta markinu. „Þetta var óvænt skot. Ég er að bakka niður og stíg í vitlausan fót. Ég næ ekki að fara út því ég stíg í hina áttina. Ég læri bara af því eins og öllu öðru. Hin þrjú mörkin voru erfið en ég á eftir að sjá það aftur."

Röddin var alveg farin hjá Telmu í viðtalinu en það var mikil stemning í Bochum í kvöld og vel mætt á völlinn. „Ég öskraði svolítið mikið í kvöld. Ég veit ekki einu sinni hvort stelpurnar hafi heyrt í mér (út af látunum á vellinum) en ég reyndi eins og ég gat."

„Við ætlum ekkert að hætta núna og hengja haus. Við eigum tvo heimaleiki í október þar sem við ætlum að sýna okkur og sanna. Ég vona að sem flestir komi að horfa á okkur."

Hægt er að sjá viðtalið við Telmu í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner