Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
   þri 26. september 2023 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Telma fyrir leikinn í dag.
Telma fyrir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er vissulega súrt tap," sagði markvörðurinn Telma Ívarsdóttir eftir 4-0 tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. „Við þurfum að laga og bæta okkur í ýmsu."

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Telma var að spila sinn annan keppnisleik með Íslandi. Hennar fyrsti keppnisleikur var gegn Wales síðasta föstudags. Var öðruvísi að fara inn í þennan leik?

„Já, þetta var aðeins öðruvísi. Það voru aðeins fleiri í stúkunni hérna en heima. Ég hvet fólk til að mæta í október. Mér leið samt vel allan tímann. Ég hafði fulla trú og við gerðum okkar besta, en það skilaði sér ekki alveg."

Þjóðverjar fengu blóð á tennurnar við fyrsta markið. „Þetta datt ekki alveg með okkur í fyrri hálfleik."

Telma hugsaði með sér eftir leikinn að hún hefði getað gert betur í fyrsta markinu. „Þetta var óvænt skot. Ég er að bakka niður og stíg í vitlausan fót. Ég næ ekki að fara út því ég stíg í hina áttina. Ég læri bara af því eins og öllu öðru. Hin þrjú mörkin voru erfið en ég á eftir að sjá það aftur."

Röddin var alveg farin hjá Telmu í viðtalinu en það var mikil stemning í Bochum í kvöld og vel mætt á völlinn. „Ég öskraði svolítið mikið í kvöld. Ég veit ekki einu sinni hvort stelpurnar hafi heyrt í mér (út af látunum á vellinum) en ég reyndi eins og ég gat."

„Við ætlum ekkert að hætta núna og hengja haus. Við eigum tvo heimaleiki í október þar sem við ætlum að sýna okkur og sanna. Ég vona að sem flestir komi að horfa á okkur."

Hægt er að sjá viðtalið við Telmu í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner