mán 26. október 2020 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Burnley og Spurs: Jói Berg byrjar - Alli og Bergwijn ekki með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley sem tekur á móti Tottenham Hotspur í síðasta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Sean Dyche gerir eina breytingu á liðinu sem gerði markalaust jafntefli við West Brom um síðustu helgi. Matt Lowton kemur inn í liðið í stað Erik Pieters.

Byrjunarlið Tottenham er ógnarsterkt og gerir Jose Mourino þrjár breytingar eftir 3-3 jafntefli gegn West Ham.

Matt Doherty og Eric Dier koma inn í varnarlínuna fyrir Serge Aurier og Davinson Sanchez á meðan Lucas Moura tekur sæti Steven Bergwijn í liðinu. Þeir eru allir þrír utan hóps eftir að hafa verið í byrjunarliðinu um síðustu helgi. Dele Alli er einnig utan hóps.

Gareth Bale byrjar á bekknum ásamt Carlos Vinicius, Erik Lamela og Giovanni Lo Celso.

Burnley: Pope, Lowton, Long, Tarkowski, Taylor, Westwood, Brownhill, Guðmundsson, McNeil, Wood, Barnes
Varamenn: Peacock-Farrell, Rodriguez, Dunne, Benson, Stephens, Brady, Vydra

Tottenham: Lloris, Doherty, Alderweireld, Dier, Davies, Hojbjerg, Sissoko, Ndombele, Lucas, Son, Kane
Varamenn: Hart, Rodon, Reguilon, Lo Celso, Bale, Lamela, Vinicius
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner