Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. október 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gnabry var líklegast ekki með veiruna - Falskt jákvætt próf
Mynd: Getty Images
Þýski kantmaðurinn Serge Gnabry gat ekki tekið þátt í stórsigrum FC Bayern gegn Atletico Madrid og Eintracht Frankfurt í síðustu viku eftir að hann greindist með kórónuveiruna.

Nú eru sex dagar liðnir frá því að Gnabry greindist og er hann búinn að fara í fjögur Covid próf, sem hafa öll komið neikvæð til baka.

Bayern býst því sterklega við því að próf Gnabry hafi verið svokallað falskt jákvætt próf, en hann er ekki fyrsti atvinnumaðurinn til að lenda í slíkum hremmingum. Achraf Hakimi, kantmaður Inter, missti af leik liðsins gegn Borussia Mönchengladbach eftir að próf sem hann tók reyndist falskt jákvætt.

Gnabry verður því liðtækur fyrir næsta leik Bayern gegn Lokomotiv Moskvu í Rússlandi annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner