Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. október 2021 12:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull aðstoðar Gústa hjá Stjörnunni (Staðfest)
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stjarnan tilkynnti í dag að Jökull Elísabetarson muni aðstoða Ágúst Gylfason með karlalið Stjörnunnar.

„Við fögnum komu Jökuls sem býr yfir mikilli þekkingu og deilir okkar sýn til framtíðar. Nú hefjumst við handa, stöndum þétt við bakið á nýju þjálfarateymi og óskum þeim góðs gengis!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Jökull hefur þjálfað Augnablik síðustu ár en hann er uppalinn KR-ingur og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki í Vesturbænum. Hann var fyrsti Íslendingurinn sem var valinn í nýliðavali fyrir MLS-deildina en hann ákvað að semja ekki við Chicago Fire. Jökull hefur einnig þjálfað 2. flokk Breiðabliks.

Jökull er 37 ára gamall og lék á sínum tíma sautján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék síðast í efstu deild fyrir ÍBV tímabilið 2014.


Athugasemdir
banner
banner
banner