Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. október 2021 10:10
Elvar Geir Magnússon
„Lið án liðsheildar þar sem allir vilja vera aðalstjarnan"
Lið án liðsheildar.
Lið án liðsheildar.
Mynd: Getty Images
Micah Richards.
Micah Richards.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Micah Richards segist kenna í brjósti um Ole Gunnar Solskjær þrátt fyrir að hann sé í starfi sem sé sennilega of stórt fyrir hann. Richards segir að liðinu skorti allt jafnvægi.

„Þetta er lið með einstaklingum en enga liðsheild. Það vilja allir vera aðlstjarnan í stað þess að fara eftir grunngildum fótboltans, eins og til dæmis hlaupa og tækla. Ef þú færð Cristiano Ronaldo hver er þá leikstíllinn?" sagði Richards við breska ríkisútvarpið.

„Ronaldo var laus svo þú hugsar 'Náum í hann' en þú þarft að koma inn Bruno Fernandes, Paul Pogba, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Mason Greenwood líka. Hvar er jafnvægið?"

„Það þurfa að vera vinnusamir leikmenn fyrir aftan Ronaldo ef það er það sem þú vilt gera. Gegn Liverpool þarf að hafa tvo varnarsinnaða miðjumenn, öfluga bakverði og spila upp á skyndisóknir. United er ekki eins gott lið og Manchester City, Liverpool eða Chelsea svo það þarf að fara aftur í grunngildin og verjast."

Staða Solskjær er talin vera á veikum grunni og Antonio Conte er sá sem helst er orðaður við starfið. Fjölmiðlar segja að leikmenn United séu með efasemdir um leikaðferð Solskjær sem er hvorki talinn hafa reynsluna né agann til að koma liðinu úr vandræðum.

„Hann er goðsögn innan félagsins og það var alveg ljóst að þetta hlutverk yrði erfitt. Liðið er að gera of mörg mistök sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir og það lítur út fyrir að Ole viti ekki hvað eigi að gera," segir Richards.

„Félagið verður að standa með honum og gefa það út að hann klári tímabilið eða fá inn einhvern annan. Ég vorkenni honum, hann er goðsögn þarna en þetta verkefni virðist of stórt fyrir hann. Ef það er ekki hægt að finna lausn á því þarf að horfa fram veginn."

Auk Conte hafa Brendan Rodgers, stjóri Leicester, og Zinedine Zidane verið orðaðir við United ef Solskjær fær stígvélið. Í morgun kom Erik ten Hag, stjóri Ajax, einnig inn í umræðuna.
Athugasemdir
banner
banner