Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe segist ekki eiga skilið að vinna Ballon d'Or
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe segist ekki eiga skilið að vinna Ballon d'Or verðlaunin í ár.

Það er engin spurning að Mbappe er einn besti knattspyrnumaður heims en hann er einn af 30 leikmönnum sem fengu tilnefningu til Ballon d'Or verðlaunanna í ár.

Mbappe var frábær með Paris Saint-Germain á síðustu leiktíð og skoraði 39 mörk í 43 leikjum auk þess sem hann er lykilmaður í franska landsliðinu.

Hjá PSG vann hann frönsku deildina en liðið datt úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann býst ekki við því að vinna Ballon d'Or og segir að margir aðrir eigi það meira skilið en hann.

„Á þessu ári? Maður verður að vera raunsær. Ég á það ekki skilið og það eru leikmenn sem hafa gert miklu meira en ég," sagði Mbappe.

„Við unnum ekki allt í Frakklandi með PSG og svo voru vonbrigði í Meistaradeildinni. Ég sem einstaklingur hef vissulega unnið mikið af titlum en fótbolti er ekki einstaklingsíþrótt og ég verð að taka því."

„Ég hef enn tíma til að vinna þessi verðlaun og er ekki að flýta mér því þetta er ekkert að ásækja mig,"
sagði hann í lokin.

"I still have time to win it, I'm in no hurry, it's not something that haunts me."
Athugasemdir
banner
banner
banner