Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 26. nóvember 2020 17:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Digne á leið í aðgerð - Meiddist á æfingu
Lucas Digne, vinstri bakvörður Everton meiddist á æfingu í vikunni og þarf að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

Liðbönd í ökkla sködduðust og fer Digne í aðgerðina á mánudag.

Digne er 27 ára Frakki sem hafði farið vel af stað á þessari leiktíð með Everton.

Digne hefur einungis misst af fimm deildarleikjum frá því hann kom til Everton frá Barcelona árið 2018 en ljóst er að nú verður hann frá í talsverðan tíma. Niels Nkounkou gæti verið sá sem leysir Digne af á meðan endurhæfingu stendur.
Athugasemdir