Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 26. nóvember 2020 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maradona minnst með blysum í Napoli - Hituðu upp með laginu Live is life
Það var tilfinningaþrungin stund fyrir leik Napoli og króatíska liðsins Rijeka í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram degi eftir að Diego Armando Maradona, mesta goðsögn í sögu Napoli, lést.

Haldið var á rauðum blysum hringinn í kringum heimavöll liðsins, sem mun heita í höfuðið á Maradona. Myndband má sjá hér að neðan.

Þá hituðu leikmenn upp með lagið 'Live is life' í hátalarakerfinu, táknrænt.

Napoli vann leikinn 2-0 og er með níu stig í F-riðli.




Athugasemdir
banner