Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 26. nóvember 2023 10:38
Brynjar Ingi Erluson
Dómarinn sleit krossband
Felix Brych verður frá út tímabilið
Felix Brych verður frá út tímabilið
Mynd: Getty Images
Þýski dómarinn Felix Brych dæmir líklega ekki meira á þessu tímabili eftir að hafa slitið krossband í 2-1 sigri Stuttgart á Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni í gær.

Brych er með fremstu dómurum heims en hann dæmdi meðal annars úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2017 og hefur þá dæmt marga stórleiki bæði EM og HM.

Hann meiddist á hné í leik Frankfurt og Stuttgart í gær og þurfti Patrick Schwengers, fjórði dómari leiksins, að taka við flautunni í fyrsta leik sínum sem vallardómari.

Brych fór í myndatöku og kom þar í ljós að hann væri með slitið krossband og verður hann því frá keppni næstu mánuði, en ólíklegt er að hann geti dæmt meira á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner