Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 26. nóvember 2023 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn Everton sendu úrvalsdeildinni skýr skilaboð - „Spilling“
Stuðningsmenn Everton með bleiku spjöldin
Stuðningsmenn Everton með bleiku spjöldin
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Everton mótmæltu ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar um að draga tíu stig af félaginu með skýrum skilaboðum á Goodison Park í kvöld.

Stigafrádrátturinn var vegna brota á fjármálareglum deildarinnar og ákvað deildin því að veita Everton þyngstu refsingu í sögunni með því að draga tíu stig af liðinu.

Á 10. mínútu í leik Everton og Manchester United drógu stuðningsmenn upp bleik spjöld með merki ensku úrvalsdeildarinnar og á þeim stóð: „Spilling“.

Sjálfstæð nefnd komst að þeirri niðurstöðu að Everton hefði verið rekið í 124 milljóna punda tapi á þriggja ára tímabili til 2021-2022, en aðeins er leyfilegt að skila tapi upp á 105 milljónir punda.

Everton er vonsvikið með úrskurð nefndarinnar og hefur áfrýjað dómnum, en eins og er situr liðið í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 4 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner