Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. janúar 2020 13:07
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Gæði deildarinnar meiri en ég hélt"
Emil í landsleik.
Emil í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í þessum mánuði skrifaði Emil Hallfreðsson undir samning við ítalska C-deildarfélagið Calcio Padova.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir að gæðin í deildinni hafi komið sér á óvart.

„Ég er búinn að horfa á tvo leiki og það er miklu hærri standard á þessu en ég hélt. Ég verð að vera heiðarlegur með það. Hann er búinn að leika fjóra heila leiki," segir Freyr sem var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Emil er orðinn 35 ára og Freyr segir mikilvægt að hann sé í leikformi.

„Hann er ekki að fara að læra neitt nýtt í fótbolta. Hann þarf bara að vera að æfa vel og spila. Hann er að spila á alvöru leikvöngum og það er fínt tempó í þessu. Leikmennirnir eru miklu betri en ég gerði mér grein fyrir. Það er ekki best í heimi að fara í C-deild á Ítalíu en þetta er betra en ég bjóst við."

Hlustaðu á þáttinn í heild í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Tveir mánuðir í umspilsleikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner