Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. janúar 2020 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pulis: Klopp er að hugsa um félagið
Mynd: Getty Images
„Við erum að tala um okkar lið sem bestu lið heims og í Evrópu. Til þess að það svo sé þarf að takmarka leiki sem bestu leikmennirnir spila," þetta sagði Tony Pulis, fyrrum stjóri Stoke og West Brom, hjá BBC Radio 5 Live í kvöld.

Pulis var á vaktinni í kringum leik Bournemouth og Arsenal í kvöld. Hann tjáði sig um þá ákvörðun Jurgen Klopp að ætla spila vara/unglingaliði sínu í seinni leiknum gegn Shrewsbury í bikarnum.

„Knattspyrnusambandið er búið að segjast ætla gefa liðum tveggja vikna hlé en nú er búið að setja leiki liðanna sem gerðu jafntefli á meðan fríið átti að vera. Jurgen Klopp hefur áhyggjur af einu og það er félagið hans. Hann hefur ekki áhyggjur af öðru."

„Ég skil báðar hliðar í þessum máli,"
sagði Pulis að lokum.

Sjá einnig:
Enska knattspyrnusambandið: Öll lið vissu af þessari dagsetningu
Vill að Liverpool verði refsað fyrir að gera lítið úr bikarnum

Athugasemdir
banner
banner
banner