Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. janúar 2021 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Al Arabi taplaust í sjö leikjum í röð - Áfram í bikar
Aron Einar í leik með Al Arabi.
Aron Einar í leik með Al Arabi.
Mynd: Getty Images
Íslendingalið Al Arabi vann góðan sigur á Umm Salal í Emir-bikarkeppninni í Katar í kvöld. Liðið hefur núna ekki tapað í sjö leikjum í röð í öllum keppnum.

Staðan var 1-1 að loknum fyrri hálfleiknum. Al Arabi tók forystuna á 28. mínútu en átta mínútum síðar hafði Umm Salal jafnað metin.

Staðan var jöfn alveg fram á 84. mínútu en þá tók Al Arabi aftur forystuna með marki úr vítaspyrnu. Það reyndist sigurmarkið í leiknum.

Emir-bikarkeppnin er mikilvægasta bikarkeppnin í landinu og er Al Arabi núna komið í 8-liða úrslit. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð en tapaði þar fyrir Al Sadd.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Al Arabi í dag. Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins og eru þeir Bjarki Már Ólafsson og Freyr Alexandersson í þjálfarateyminu.

Athugasemdir
banner