Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dembele vill framlengja við Barcelona - Funduðu með Xavi
Ousmane Dembele vill vera áfram í Barcelona
Ousmane Dembele vill vera áfram í Barcelona
Mynd: EPA
Umboðsmenn franska sóknarmannsins Ousmane Dembele funduðu með Xavi, þjálfara Barcelona, í gær og var þar ítrekað að leikmaðurinn vill framlengja samning sinn við félagið.

Samningaviðræður Barcelona við Dembele sigldu í strand í byrjun árs eftir óraunhæfar launakröfur leikmannsins.

Barcelona var því ákveðið í því að spila Dembele ekki meira á tímabilinu og það myndi reyna að losa sig við hann fyrir gluggalok þar sem samningur hans rennur út í sumar.

Marco Lichtsteiner og Moussa Sissoko, umboðsmenn Dembele, funduðu í gær með Xavi í tvær klukkustundir og ítrekuðu það við hann að Dembele væri skuldbundinn verkefninu og að hugur hans væri að gera sitt besta fyrir Börsunga.

Xavi sagði við umboðsmennina að það yrði að finna lausn í þessu máli og það væri bara hægt með því að framlengja samninginn eða hann myndi fara.

Barcelona hafði samband við Sissoko og Lichtsteiner eftir fund þeirra með Xavi og leitaði þar lausna. Það er vonast eftir því að samningar náist en Barcelona vill alls ekki missa hann á frjálsri sölu í sumar.

Umboðsmennirnir verða í Barcelona næstu daga og munu halda áfram að ræða við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner