Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 10:12
Elvar Geir Magnússon
Spiideo útsendingar frá úrslitaleik Fótbolta.net mótsins og leiknum um þriðja sætið í kvöld
Hilmar Árni Halldórsson, stjörnuleikmaður Stjörnunnar.
Hilmar Árni Halldórsson, stjörnuleikmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og Breiðablik eigast við í úrslitaleik A-deildar Fótbolta.net mótsins á Samsung-vellinum í Garðabæ klukkan 19:00 í kvöld. Sá leikur verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Leiknir R. og ÍA spila um 3. sætið klukkan 18:30 á Domusnovavellinum í Breiðholti en leikið er um 5. og 7. sæti á laugardag.

Enn er áhorfendabann en hægt verður að horfa á báða leikina í gegnum Spiideo kerfið gegn smá gjaldi.

Jón Alfreð mun lýsa leik Stjörnunnar og Breiðabliks og fá í heimsókn til sín fyrrum leikmann Garðabæjarliðsins, Arnar Már Björgvinsson. Útsendingin mun hefjast 20 mínútum fyrir leik og munu þeir félagar rýna í byrjunarliðin, stöðuna hjá liðunum og fleira.

Streymið frá úrslitaleiknum kostar 4 evrur, sem er lágmarksgjald sem Spiideo rukkar og hvetjum við sem flesta til þess að koma sér vel fyrir í sófanum klukkan 18:40, hlusta á félagana og horfa á leikinn.

Beinu útsendingarnar:

19:00 STJARNAN - BREIÐABLIK (útsending 18:40)

18:30 LEIKNIR - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner