
Natasha Moraa Anasi varð á dögunum fyrir því áfalli að slíta hásin á æfingu með norska félaginu Brann.
Núna hefst langt endurhæfingarferli en þetta er afar svekkjandi fyrir Nathöshu sem er nýkomin til Noregs.
Natasha gekk til liðs við Brann í október síðastliðnum eftir að hafa spilað eitt tímabil með Breiðabliki hér á landi. Natöshu hafði leikið á Íslandi frá 2014; fyrst með ÍBV, svo með Keflavík og síðast í eina leiktíð með Breiðabliki.
Hún átti að spila sinn fyrsta leik fyrir Brann í dag en það verður að bíða betri tíma. Hún verður frá í nokkra mánuði.
„Nú skiptir mestu máli að við sjáum vel um leikmanninn og vinnum gott starf með læknateyminu okkar á æfingasvæðinu þannig að Natasha komi sterkari og betri til baka," segir íþróttastjóri Brann, Aleksander Olsen.
Natasha á að baki fimm landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir