
Fylkir 0 - 1 Valur
0-1 Mist Funadóttir ('46, sjálfsmark)
Valur vann A-riðilinn í Reykjavíkurmóti kvenna með 0-1 sigri gegn Fylki í kvöld.
Mist Funadóttir gerði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks, þegar hún varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Valur endar því með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og Fylkir í öðru sæti með sex stig.
Valur mun spila úrslitaleikinn annað hvort gegn Þrótti R. eða Fjölni, sem etja kappi þessa stundina í Egilshöll.
Víkingur R. og Fram eru einnig í A-riðli og áttust við í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins í kvöld en úrslitin hafa ekki borist.
Athugasemdir