Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. janúar 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tete fer líklega til Leicester - Mætti ekki á æfingu
Mynd: KA
Tete, sem er á láni hjá franska liðinu Lyon frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu, vill fara frá Lyon og koma sér í ensku úrvalsdeildina.

Vængmaðurinn vill nýja áskorun og vilja bæði Leeds og Leicester fá hann í sínar raðir.

Tete er 22 ára Brasilíumaður sem á eftir að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hann er uppalinn í Gremio en hefur verið á mála hjá Shakhtar síðan 2019. Hann var lánaður til Lyon út af stríðinu í Úkraínu.

Leicester er talið líklegri niðurstaða fyrir Tete þar sem Leeds er með bæði augun á Weston McKennie hjá Leeds.

Tete mætti ekki á æfingu hjá Lyon í morgun. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu, skorað sex mörk og lagt upp fimm í nítján leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner