lau 27. febrúar 2021 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Gamla gengið skoraði í stórsigri KR
Guðjón skoraði og fiskaði víti
Guðjón skoraði og fiskaði víti
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þór 0 - 4 KR
0-1 Pálmi Rafn Pálmason ('37 , víti)
0-2 Guðjón Baldvinsson ('72)
0-3 Óskar Örn Hauksson ('84)
0-4 Oddur Ingi Bjarnason ('88)

Það voru reynsluboltar sem sáu um markaskorunina þegar KR heimsótti Þór í Bogann í kvöld. Þeir Pálmi Rafn, Guðjón Baldvins og Óskar Örn eru allir orðnir vel rúmlega þrítugir en gæðin eru enn til staðar, og meira til.

Pálmi Rafn skoraði úr vítaspyrnu á 37. mínútu eftir að brotið hafði verið á Guðjóni. Guðjón skoraði svo sjálfur með skoti af stuttu færi á 72. mínútu og Óskar Örn skoraði keimlíkt mark á 84. mínútu.

Óskar hefur verið funheitur að undanförnu og skorað m.a. tvær þrennur á undirbúningstímabilinu.

Það var svo Oddur Ingi Bjarnason sem skoraði fjórða mark KR og lokamark leiksins á 88. mínútu. Oddur, sem er fæddur árið 2000, byrjaði á bekknum í leiknum.

Liðin leika í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins. Þórsarar eru án stiga eftir þrjár umferðir en KR er með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner