Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 11:04
Hafliði Breiðfjörð
Nóg framundan hjá Íslandi sama hvernig fer - Spilað fjóra mánuði í röð
Icelandair
Ísland mun spila fjóra mánuði í röð fram í sumarið.
Ísland mun spila fjóra mánuði í röð fram í sumarið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu Íslands í Miðgarði í gær.
Frá æfingu Íslands í Miðgarði í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það ræðst í dag hvort Ísland haldi sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar kvenna en síðari leikur liðsins við Serbíu um að halda sætinu fer fram á Kópavogsvelli klukkan 14:30. Fyrri leiknum lauk með 1 - 1 jafntefli ytra á föstudaginn svo allt er hnífjafnt.

Sama hvernig fer í dag er ljóst að það er fjöldi leikja framundan hjá íslenska liðinu sem mun spila fjóra mánuði í röð inn í sumarið.

5. mars næstkomandi verður dregið í undankeppni EM 2025 sem fer fram í Sviss 2. - 27. júlí á næsta ári.

Dregið verður í fjögurra liða riðla og það skiptir miklu að enda í A-deild til að eiga meiri möguleika á sæti á EM.

Í A-deildinni fara tvö efstu liðin beint á EM en liðin í 3. og 4. sæti fara í umspilsleiki mæta 8 bestu liðunum í C-deild í umspil. Í B-deildinni fer ekkert lið beint á EM en þrjú lið komast í umspil við lið og mögulega það fjórða líka ef Sviss sem heldur mótið endar í einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli.

Fyrirkomið lagið má lesa frekar um í fréttinni sem er linkað á hér að neðan.

Leikirnir í umspilinu eru leiknir í apríl, maí, júní og júlí næstkomandi en næsta vetur er svo spilað í umspili, seint í október og mánaðarmótin nóvember og desember.

Dregið í undankeppni EM:
5. mars 2024

Leikdagar í undankeppni EM:
Leikdagar eitt & tvö: 3. - 9. apríl
Leikdagar þrjú & fjögur: 29. maí - 4. júní
Leikdagar fimm & sex: 10. - 16. júlí
Umspil eitt: 23. - 29. október
Umspil tvö: 27. nóvember - 3. desember
Athugasemdir
banner
banner