Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino um framtíðina: Ekki í mínum höndum
Mynd: EPA
Framtíð Mauricio Pochettino hjá Chelsea er óráðin en hann segir hana ekki vera í hans höndum.

Lærisveinar Pochettino töpuðu úrslitum deildabikarsins um helgina og er liðið þá í ellefta sæti deildarinnar.

Það eru litlir sem engir möguleikar á því að liðið komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eða Evrópukeppni yfir höfuð.

Ensk blöð hafa greint frá því að Chelsea sé að íhuga framtíð Pochettino og þjálfarateymisins en hann vonast þó til að halda áfram með liðið.

„Það er ekki í mínum höndum hvort ég fái meiri tíma hjá Chelsea eða ekki. Við eigum í góðu sambandi við eigendurna og stjórnarmennina. Það er undir þeim komið að ákveða hvort þeir treysta okkur eða ekki. Það er ekki ákvörðun þjálfarans,“ sagði Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner