Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður á Sýn fylgdi landsliðinu í þessa fyrstu leiki í undankeppni EM.
Þó 7-0 stórsigur hafi unnist gegn Liechtenstein í gær svíður 3-0 tapið gegn Bosníu/Hersegóvínu í síðustu viku.
„Því standa því miður enn eftir efasemdir um vegferðina sem liðið er á og hvert framhaldið á að vera. Arnar Þór vann í kvöld sinn þriðja keppnisleik með Íslandi en allir þrír hafa komið gegn Liechtenstein," skrifar Valur í pistli sem birtist í gær.
Þó 7-0 stórsigur hafi unnist gegn Liechtenstein í gær svíður 3-0 tapið gegn Bosníu/Hersegóvínu í síðustu viku.
„Því standa því miður enn eftir efasemdir um vegferðina sem liðið er á og hvert framhaldið á að vera. Arnar Þór vann í kvöld sinn þriðja keppnisleik með Íslandi en allir þrír hafa komið gegn Liechtenstein," skrifar Valur í pistli sem birtist í gær.
„Stjórn KSÍ tekur eflaust stöðuna eftir þetta verkefni en hvað hún er hugsa er erfitt að vita. Ívar Ingimarsson var eini stjórnarmaðurinn sem var með í för í þessu verkefni en hann vildi ekki veita Vísi viðtal í gær."
Ívar er formaður landsliðsnefndar KSÍ en vildi ekki ræða við fjölmiðla um um stöðu mála. Spjótin hafa beinst að Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara.
Athugasemdir