Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. mars 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Ronaldo fékk gult spjald fyrir dýfu
Mynd: Getty Images

Metnaðurinn hjá Cristiano Ronaldo er hvergi horfinn þrátt fyrir hækkandi aldur og er þessi margfaldi methafi búinn að skora fjögur mörk í síðustu tveimur landsleikjum sínum með Portúgal, þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall.


Leikirnir voru að vísu ekki gegn erfiðum andstæðingum, en mörkin skoraði Ronaldo gegn Liechtenstein og Lúxemborg. Í leiknum gegn Lúxemborg, sem fram fór í gær, reyndi Ronaldo allt í sínu valdi til að fullkomna þrennuna, sem tókst ekki. 

Portúgal var fjórum mörkum yfir gegn smáþjóðinni þegar Ronaldo var á spretti í átt að marki Lúxemborg og ákvað að reyna að fiska aukaspyrnu með áhugaverðum töktum. Það var á 57. mínútu sem stórstjarnan dýfði sér til jarðar í tilraun til að fá aukaspyrnu.

Raul Marian Petrescu, rúmenskur dómari leiksins, gleypti þó ekki við tilþrifum Ronaldo og gaf honum gult spjald fyrir leikaraskap.

Cristiano Ronaldo yellow card for simulation against Luxemborg at 57th minute
by u/bruhh_wtf in soccer

Athugasemdir
banner
banner
banner