Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. mars 2023 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Maignan bjargaði Frökkum á Írlandi
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það fóru átta leikir fram í undankeppni EM 2024 í kvöld þar sem áhugaverður slagur fór fram á Írlandi, þar sem stórveldi Frakklands kíkti í heimsókn í B-riðli.


Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Írar gerðu afar vel að halda fyrrum heimsmeisturunum í skefjum.

Frakkar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og tóku forystuna með glæsilegu marki frá Benjamin Pavard, sem vann boltann hátt uppi á vellinum eftir einbeitingaleysi í varnarleik Íra. Pavard lagði boltann fyrir sig og smellti honum í slána og inn, óverjandi fyrir Gavin Bazunu.

Frakkar fengu færi til að tvöfalda forystuna en komu boltanum ekki í netið og þá tóku Írar að færa sig ofar á völlinn og opnaðist leikurinn við það. Írar sýndu flotta takta og komust afar nálægt því að gera jöfnunarmark þegar þeir fengu tvær hornspyrnur á lokamínútunum. Mike Maignan bjargaði sínum mönnum með stórkostlegri markvörslu eftir skalla frá Nathan Collins, en skömmu áður hafði Maignan þurft að blaka öðrum skalla yfir markið.

Lokatölur urðu því 0-1 og eru Frakkar með sex stig eftir tvær umferðir, en Írar eru stigalausir eftir sinn fyrsta leik. 

Holland er í öðru sæti riðilsins eftir þægilegan 3-0 sigur gegn Gíbraltar sem hefði hæglega getað verið stærri. Nathan Ake, varnarmaður Manchester City, skoraði sjaldgæfa tvennu í sigrinum.

Írland 0 - 1 Frakkland
0-1 Benjamin Pavard ('50)

Holland 3 - 0 Gíbraltar
1-0 Memphis Depay ('23 )
2-0 Nathan Ake ('50 )
3-0 Nathan Ake ('82 )
Rautt spjald: Liam Walker, Gibraltar ('51)

Tékkland er á toppi E-riðils eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn Moldóvu. Tékkar voru betri aðilinn í leiknum en þeim tókst ekki að setja boltann í netið. 

Tékkland er með fjögur stig eftir tvær umferðir á meðan Moldóva er með tvö stig, eftir að hafa gert jafntefli við Færeyjar í fyrstu umferð.

Tékkar eru á toppi riðilsins en Pólverjar koma í öðru sæti eftir verðskuldaðan sigur á Albaníu í dag, þar sem Kamil Swiderski gerði eina mark leiksins á 41. mínútu. 

Í F-riðli vann Svíþjóð fimm marka sigur á Aserbaídsjan þar sem leikmenn liðsins skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín. Á sama tíma sigraði Austurríki heimaleik sinn gegn Eistlandi og er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Viktor Gyokeres skoraði og lagði upp fyrir Svía en Emil Forsberg, Jesper Karlsson og Anthony Elanga komust einnig á blað. Alexander Isak komst nálægt því að skora en markið var skráð sem sjálfsmark.

Michael Gregoritsch reyndist þá hetjan í Austurríki eftir að hafa verið skúrkurinn stærsta part leiksins. Gregoritsch klúðraði vítaspyrnu snemma leiks og refsuðu Eistar með því að taka forystuna. 

Eistland hélt forystunni allt þar til á 68. mínútu en það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins sem Gregoritsch bætti upp fyrir vítaspyrnuklúðrið með því að gera verðskuldað sigurmark heimamanna.

Moldóva 0 - 0 Tékkland

Pólland 1 - 0 Albanía
1-0 Kamil Swiderski ('41)

Svíþjóð 5 - 0 Aserbaídsjan
1-0 Emil Forsberg ('38 )
2-0 Bahlul Mustafazada ('65 , sjálfsmark)
3-0 Viktor Gyokeres ('79 )
4-0 Jesper Karlsson ('88 )
5-0 Anthony Elanga ('89 )

Austurríki 2 - 1 Eistland
0-0 Michael Gregoritsch ('17 , Misnotað víti)
0-1 Rauno Sappinen ('25 )
1-1 Florian Kainz ('68 )
2-1 Michael Gregoritsch ('88 )

Að lokum vann Serbía flottan sigur á Svartfjallalandi þökk sé tvennu frá Ðusan Vlahovic sem kom inn af bekknum í hálfleik.

Vlahovic nýtti færin sín ótrúlega vel þar sem hann skoraði úr einu marktilraunum Serba sem hæfðu rammann gegn hatrömmum nágrönnum sínum.

Serbar eru með sex stig og 4-0 í markatölu í einum af allra auðveldustu riðlum undankeppninnar.

Þar eru Ungverjar í öðru sæti eftir sinn fyrsta leik, þar sem þeir tóku á móti nágrönnum sínum frá Búlgaríu.

Búlgarar áttu aldrei möguleika í Dominik Szoboszlai og félaga sem unnu þægilegan 3-0 sigur.

Svartfjallaland 0 - 2 Serbía
0-1 Dusan Vlahovic ('78 )
0-2 Dusan Vlahovic ('96 )

Ungverjaland 3 - 0 Búlgaría
1-0 Balint Vecsei ('7 )
2-0 Dominik Szoboszlai ('26 )
3-0 Martin Adam ('39 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner