Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   sun 27. maí 2018 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Ólafur Karl Finsen hetja Vals
Ólafur Karl var hetja Vals.
Ólafur Karl var hetja Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur náði í mikilvægan sigur.
Valur náði í mikilvægan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 2 - 1 Breiðablik
0-1 Aron Bjarnason ('13 )
1-1 Patrick Pedersen ('62 )
2-1 Ólafur Karl Finsen ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Ólafur Karl Finsen reyndist hetja Valsmanna þegar liðið mætti Breiðablik í stórleik umferðarinnar í Pepsi-deild karla.

Valsmenn hafa verið í vandræðum í undanförnum leikjum, þeir töpuðu gegn Grindavík í síðustu umferð og höfðu þar áður gert jafntefli í þremur leikjum í röð. Það var mikilvægt fyrir Íslandsmeistaranna að fá sigur í kvöld til þess að missa ekki Blikana of langt fram úr sér.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Val því Aron Bjarnason kom Blikum yfir á 13. mínútu eftir sofandahátt í vörn Vals.

Heimamenn voru ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, en þeir komu sterkari inn í seinni hálfleikinn og það bar árangur á 62. mínútu er Patrick Pedersen jafnaði metin.

Á 86. mínútu ákvað Ólafur Jóhannesson að setja nafna sinn, Ólaf Karl Finsen inn á í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni í sumar. Ólafur Karl kom frá Stjörnunni í vetur og hann ætlaði sér að nýta tækifærið. Hann gerði nákvæmlega það og tryggði Valsmönnum sigurinn með aðeins sinni þriðju snertingu, á 88. mínútu leiksins.


Mögnuð innkoma hjá Ólafi Karl, hann tryggði Valsmönnum mikilvægan sigur. Valur er með níu stig, tveimur stigum á eftir toppliðinu sem er áfram Breiðablik.
Athugasemdir
banner
banner