Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 27. maí 2019 10:18
Hafliði Breiðfjörð
Frændi eiganda Man City kaupir Newcastle - PSG vill Milner
Powerade
Mike Ashley er að selja Newcastle.
Mike Ashley er að selja Newcastle.
Mynd: Getty Images
Góðan daginn og gleðilega vinnuviku. Hér er hann mættur, glóðvolgur að vanda, slúðurpakki dagsins í boði Powerade. Allt það helsta úr ensku blöðunum í dag.

Mike Ashley eigandi Newcastle United hefur samþykkt að selja félagið á 350 milljónir punta til frænda Sheikh Mansour eiganda Man City. (Sun)

Matthijs de Ligt leikmaður Ajax mun taka ákvörðun um framtíð sína eftir leiki Hollands í Þjóðadeildinni í júní en hann hefur áhuga á ensku úrvalsdeildinni. (ESPN)

Thomas Tuchel stjóri PSG í Frakklandi segir að hann geti ekki lofað því að Neymar og Kylian Mbappe verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð þó hann vilji halda þeim. (Sky)

PSG hefur rætt um að fá James Milner miðjumann Liverpool sem verður samningslaus á næsta ári. (Le Parisien)

Man City er komið í baráttuna um Youri Tielemans leikmann Monaco en Leicester vill líka fá þennan belgíska miðjumann sem var á láni hjá þeim á þessu tímabili. (Sun)

Man City og Man Utd munu berjast um að fá portúgalska varnarmanninn Joao Cancelo ef nýr stjóri Juventus ákveður að leyfa honum að fara í sumar. (Tuttosport)

Zinedine Zidane stjóri Real Madrid vill halda Sergio Ramos hjá félaginu á næstu leiktíð þrátt fyrir áhuga Liverpool, Man Utd og félaga í Kína. (Marca)

Stoke hefur tilkynnt Saido Berahino að samningi hans við félagið verði rift því hann var dæmdur fyrir ölvunarakstur fyrr í mánuðinum. (Mail)

Nico Zaniolo, 19 ára miðjumaður Roma, segir að hann sé vongóður um að gera nýjan samning við félagið en Tottenham hefur sýnt honum áhuga. (Calciomercato)

Tottenham hefur fengið þau skilaboð að félagið þurfi að greiða 20 milljónir punda fyrir Jack Clarke kantmann Leeds United vilji þeir fá hann. (Mirror)

Eigendur PSG, katarska ríkið, sýndu áhuga á að fjáfesta í Leeds United en Andrea Radrizzani eigandi félagsins vill ekki selja hluti í félaginu næsta árið. (Times)

Marcos Rojo hefur fengið þau skilaboð að hann eigi sér framtíð hjá Man Utd. (Express)

Jerome Boateng hefur fengið þau skilaboð frá Uli Höness forseta Bayern Munchen að hann megi yfirgefa þýsku meistarana. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner