Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 14:29
Magnús Már Einarsson
Þorri Mar spilaði með Fjölni - Jón Arnar Barðdal með HK
Þorri Mar í leiknum í gær.
Þorri Mar í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Mar Þórisson, leikmaður KA, spilaði með Fjölni í 1-1 jafntefli gegn HK í æfingaleik í Grafarvogi í gærkvöldi.

Þorri kom til KA frá Dalvík/Reyni fyrir síðasta tímabil og spilaði fjóra leiki með KA fyrri hluta tímabils í fyrra. Hann fór svo til Keflavíkur þar sem hann skoraði tvö mörk í tólf leikjum í Inkasso-deildinni.

Hinn tvítugi Þorri spilaði á kanti í fyrra en í vetur hefur hann leikið sem bakvörður hjá KA. Tvíburabróðir hans Nökkvi er framherji hjá KA.

Þá lék Jón Arnar Barðdal með HK í leiknum í Grafarvogi í gær. Jón Arnar er uppalinn Stjörnumaður en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með KFG.

Hinn 24 ára gamli Jón Arnar hefur á ferlinum einnig leikið með Þrótti R, Fjarðabyggð og ÍR.

Sjá einnig:
Myndaveisla: Fjölnir og HK skildu jöfn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner