Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. maí 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikar kvenna: Þróttur hafði betur gegn Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. 2 - 1 Víkingur R.
1-0 Katla Tryggvadóttir ('68, víti)
1-1 Sigdís Eva Bárðardóttir ('70)
2-1 Sæunn Björnsdóttir ('75)


Þróttur tók á móti Víkingi í Reykjavíkurslag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna og var búist við nokkuð þægilegum sigri heimaliðsins í Laugardalnum.

Sú varð þó ekki raunin. Þróttur var talsvert betra liðið í upphafi leiks en gestirnir úr Víkinni unnu sig inn í leikinn og var staðan markalaus í leikhlé. Andrea Fernandes Neves átti nokkrar flottar vörslur í marki Víkinga sem hefðu getað verið marki undir.

Þróttur byrjaði seinni hálfleikinn vel og þurfti Andrea að verja í tvígang áður en boltinn rataði í netið. Þá skoraði Katla Tryggvadóttir úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tóku Þróttarar verðskuldaða forystu, sem átti þó ekki eftir að endast lengi.

Víkingur náði að jafna strax eftir opnunarmarkið þegar Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði með glæsilegu skoti sem fór í slánna og inn eftir flotta sókn.

Það var heldur betur líf í leiknum því Þróttur átti skot í slá skömmu eftir jöfnunarmarkið, áður en Sæunn Björnsdóttir kom heimakonum aftur yfir. Sæunn fylgdi skoti eftir með marki og reyndist það vera sigurmark leiksins.

Víkingur átti marktilraunir í uppbótartíma en þær dugðu ekki til að jafna og Þróttur fer áfram í 8-liða úrslit eftir sanngjarnan sigur gegn spræku liði Víkings.

Sjáðu textalýsinguna.


Athugasemdir
banner
banner
banner