Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. maí 2022 15:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn orðaður við stöðuna hjá AGF
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilið hjá AGF var alls ekkert til að hrópa húrra fyrir. Liðið ætlaði sér að berjast í efri hlutanum en endaði á því að þurfa að berjast um sæti í deildinni á komandi tímabili. Það rétt náðist en ljóst er að talsvert verður um breytingar hjá félaginu í sumar.

Þjálfarinn David Nielsen er hættur og ekki er búið að ráða nýjan þjálfara í hans stað.

Á síðunni Nordicbet.dk er sagt frá nokkrum þjálfurum sem nefndir hafa verið á nafn í tengslum við starfið hjá AGF.

Þar má sjá nöfn Jimmy Thelin (Elfsborg), Erling Moe (Molde), Hjalte Bo Nörregaard (unglingaliðsþjálfari FCK) Poya Asbaghi (ekki í starfi) og Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfar Breiðablik.

Óskar er með Breiðablik í toppsæti Bestu deildarinnar, með fullt hús eftir sjö umferðir. Þá er liðið komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Á síðasta tímabili endaði Breiðablik í 2. sæti og á fyrsta tímabili Óskars, 2020, endaði liðið í fjórða sæti.

Þar á undan hafði hann þjálfað Gróttu og farið með liðið úr 2. deild upp í þá eftstu á tveimur tímabilum. Óskar skrifaði undir fjögurra ára samning við Breiðablik eftir síðasta tímabil.

Mikael Anderson er leikmaður AGF og það er Jón Dagur Þorsteinsson einnig en samningur hans rennur út þann 30. júní og mun hann ekki vera áfram á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner