Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   lau 27. maí 2023 14:40
Aksentije Milisic
Burn verður alltaf leiður á þessum hluta tímabils
Mynd: Getty Images

Dan Burn, leikmaður Newcastle United, hefur átt gott tímabil með liðinu en Newcastle tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á dögunum.


Burn fór aðeins yfir hlutina í viðtali á dögunum en hann sagði frá því að á þessum hluta tímabils verði hann oft leiður.

„Ég verð alltaf smá leiður á þessum hluta tímabils af því að þrátt fyrir að flestir leikmennirnir verði áfram hjá liðinu á næsta ári, þá verður hópurinn aldrei alveg eins," sagði stóri Burn.

„Sumir fara, aðrir koma og þannig virkar fótboltinn. Hópurinn breytist og það tekur mig alltaf smá tíma að komast yfir þetta. Þú eyðir svo miklum tíma með þessum strákum, ég sé þá meira en mína eigin fjölskyldu."

„Ég elska þetta lið. Ég elska allt við þetta lið. Við höfum afrekað mikið saman og utan vallar erum við orðnir eins og bræður. Ég hef aldrei spilað í svona liði þar sem allir vilja að þú gerir vel."

Newcastle gerði markalaust jafntefli við Leicester City í miðri og það tryggði þeim stigið sem vantaði í að komast endanlega í Meistaradeildina.


Athugasemdir
banner