Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 27. maí 2023 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Ingibjörg hafði betur gegn Selmu - Sara Björk spilaði í sigri á meisturunum
watermark Ingibjörg er á toppnum í Noregi
Ingibjörg er á toppnum í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Sara Björk kom við sögu í sigri á meisturunum
Sara Björk kom við sögu í sigri á meisturunum
Mynd: Getty Images
Ingibjörg Sigurðarsdóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru með níu stiga forystu í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið vann Rosenborg, 3-1, í dag.

Íslenska landsliðskonan spilaði í vörn Vålerenga í dag og átti afar góðan leik en Selma Sól Magnúsdóttir var á meðan í liði Rosenborg.

Selma fór af velli á 59. mínútu leiksins. Vålerenga hefur ekki enn tapað leik í deildinni og er nú með 32 stig, níu stigum meira en Rosenborg.

Heiðdís Lillýardóttir lék allan leikinn í vörn Basel sem tapaði fyrir Luzern, 1-0, í svissnesku deildinni. Basel vann fyrri leikinn 2-0 og hafnar því í 6. sæti deildarinnar.

Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham, lék allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Tottenham í lokaumferð WSL-deildinnar á Englandi. Dagný átti frábært tímabil með Hömrunum og var besti leikmaður liðsins en það hafnaði í 8. sæti með 21 stig.

Hulda Hrund Arnarsdóttir lagði upp fyrsta mark Thisted í 3-2 tapi gegn Bröndby í meistarariðli dönsku úrvalsdeildarinnar. Kristín Dís Árnadóttir sat allan tímann á bekknum hjá Bröndby. Thisted er í neðsta sæti meistarariðilsins með 19 stig en Bröndby í öðru sæti með 53 stig.

Sara Björk Gunnarsdóttir kom þá inná sem varamaður á 66. mínútu í 5-2 sigri Juventus á Roma í meistarariðli ítölsku deildarinnar. Roma var búið að vinna deildina en engu að síður góður sigur Juventus í lokaumferðinni.

Tímabilið er ekki búið hjá Söru því liðið mætir Roma aftur þann 4. júní í úrslitum bikarsins.

Anna Björk Kristjánsdóttir lék þá allan leikinn í vörn Inter sem tapaði fyrir nágrönnum sínum í Milan, 1-0. Guðný Árnadóttir kom ekki við sögu hjá Milan. Inter hafnaði í neðsta sæti meistarariðilsins með 39 stig en Milan í 3. sæti með 44 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner