Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. maí 2023 17:22
Brynjar Ingi Erluson
Kahn og Salihamidzic reknir frá Bayern (Staðfest)
Kahn og Salihamidzic ákváðu að reka Nagelsmann og ráða Tuchel þegar rúmar tveir mánuðir voru eftir af tímabilinu
Kahn og Salihamidzic ákváðu að reka Nagelsmann og ráða Tuchel þegar rúmar tveir mánuðir voru eftir af tímabilinu
Mynd: EPA
Oliver Kahn og Hasan Salihamidzic hafa báðir verið látnir fara frá þýska félaginu Bayern München en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag.

Kahn gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Bayern á meðan Salihamidizc var yfirmaður íþróttamála.

Félagið tilkynnti brottför þeirra skömmu eftir að félagið vann ellefta deildarititilinn í röð.

Kahn og Salihamidzic tóku þá ákvörðun í mars að reka Julian Nagelsmann frá félaginu og fá Thomas Tuchel inn í staðinn en liðið datt úr leik í bikarnum, Meistaradeildinni og var nálægt því að klúðra titilbaráttunni.

Jan-Christian Dreesen mun taka við af Kahn en ekki er ráðið hver mun taka við starfi Salihamidzic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner