Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 27. maí 2023 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
„Líklega besta lið sem ég hef nokkurn tímann verið með"
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður. Að vinna loksins Val á keppnistímabilinu er stórt fyrir liðið," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 endurkomusigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik, hvernig stelpurnar komu út og spiluðu eins vel og þær gátu."

Leikurinn byrjaði erfiðlega fyrir Þrótt og þær lentu snemma undir, en þær svöruðu frábærlega í seinni hálfleik. Hægt og bítandi fóru þær að ógna marki Vals meira og meira, og að lokum tókst þeim að koma boltanum í netið.

„Við vorum stressaðar á boltanum en töluðum um það í hálfleik að hafa sjálfstraust og gera betur. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik með boltann."

Katla Tryggvadóttir, einn mikilvægasti leikmaður Þróttar sóknarlega, fór af velli meidd í lok fyrri hálfleiks. Var Nik áhyggjufullur þegar hún fór út af?

„Klárlega, vegna þess að hún er mikilvægur leikmaður fyrir okkur. En Ísabella kom inn á og var frábær. Í ár erum við líklega með besta lið sem ég hef nokkurn tímann verið með. Katla fór út af en Bella kemur inn og hún er frábær. Freyja kemur inn á og skorar. Sierra kemur líka inn á. Það er stórt að missa Kötlu en Bella kemur inn á og gerir virkilega vel. Katla meiðist þegar hún hleypur á eftir bolta en hún var rangstæð. Hún sneri upp á ökklann og við verðum að greina það á næstu dögum."

„Það er gott að fá inn varamenn sem gefa allt sitt og þær hafa haft mikil áhrif á leikina. Það er engin pirruð yfir spiltíma og þær koma inn á sýna hversu miklu máli þær skipta fyrir liðið."

Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslitin. „Við erum í næstu umferð og höldum áfram. Við spilum aftur við Val á miðvikudag og vonandi verður það eins góður leikur."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en Þróttur er að byrja þetta tímabil afar vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner