Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 27. maí 2023 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
„Líklega besta lið sem ég hef nokkurn tímann verið með"
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður. Að vinna loksins Val á keppnistímabilinu er stórt fyrir liðið," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 endurkomusigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik, hvernig stelpurnar komu út og spiluðu eins vel og þær gátu."

Leikurinn byrjaði erfiðlega fyrir Þrótt og þær lentu snemma undir, en þær svöruðu frábærlega í seinni hálfleik. Hægt og bítandi fóru þær að ógna marki Vals meira og meira, og að lokum tókst þeim að koma boltanum í netið.

„Við vorum stressaðar á boltanum en töluðum um það í hálfleik að hafa sjálfstraust og gera betur. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik með boltann."

Katla Tryggvadóttir, einn mikilvægasti leikmaður Þróttar sóknarlega, fór af velli meidd í lok fyrri hálfleiks. Var Nik áhyggjufullur þegar hún fór út af?

„Klárlega, vegna þess að hún er mikilvægur leikmaður fyrir okkur. En Ísabella kom inn á og var frábær. Í ár erum við líklega með besta lið sem ég hef nokkurn tímann verið með. Katla fór út af en Bella kemur inn og hún er frábær. Freyja kemur inn á og skorar. Sierra kemur líka inn á. Það er stórt að missa Kötlu en Bella kemur inn á og gerir virkilega vel. Katla meiðist þegar hún hleypur á eftir bolta en hún var rangstæð. Hún sneri upp á ökklann og við verðum að greina það á næstu dögum."

„Það er gott að fá inn varamenn sem gefa allt sitt og þær hafa haft mikil áhrif á leikina. Það er engin pirruð yfir spiltíma og þær koma inn á sýna hversu miklu máli þær skipta fyrir liðið."

Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslitin. „Við erum í næstu umferð og höldum áfram. Við spilum aftur við Val á miðvikudag og vonandi verður það eins góður leikur."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en Þróttur er að byrja þetta tímabil afar vel.
Athugasemdir
banner
banner