Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 27. maí 2023 16:40
Aksentije Milisic
Sjáðu markið sem tryggði Bayern þýska titilinn
Leikmenn Bayern fagna í dag.
Leikmenn Bayern fagna í dag.
Mynd: EPA

Það voru rosalegar senur í þýska boltanum í dag en Jamal Musiala tryggði Bayern Munchen þýska titilinn með marki á 89. mínútu leiksins.


Köln jafnaði metin í 1-1 þegar tíu mínútur voru eftir og það þýddi að Dortmund myndi verða þýskur meistari ef að Bayern tækist ekki að skora í restina. Dortmund gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Mainz og henti þannig titlinum frá sér.

Það brutust þó út mikil fagnaðarlæti á heimavelli Dortmund þegar Köln jafnaði og stefndi margt í það að Dortmund yrði meistari án þess að takast að sigra Mainz.

Hinn ungi Jamal Musiala, sem er einungis tvítugur, hélt nú ekki en hann tryggði Bayern titilinn með marki þar sem hann skaut knettinum fyrir utan teig og niður í bláhornið. Út brutust mikil fagnaðarlæti hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Bayern eins og gefur að skilja.

Sjáðu sigurmarkið hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner