Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 09:45
Innkastið
Sterkasta lið 18. umferðar - Tveir saman við stýrið
Örvar Eggertsson var maður leiksins hjá Stjörnunni.
Örvar Eggertsson var maður leiksins hjá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Valsmenn fagna sigrinum gegn Breiðabliki.
Valsmenn fagna sigrinum gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur og Frederik eru meðal þeirra sem eru í liðinu.
Höskuldur og Frederik eru meðal þeirra sem eru í liðinu.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Evrópuliðin Víkingur og Breiðablik töpuðu bæði í 18. umferð Bestu deildarinnar og Valur náði fimm stiga forystu eftir að hafa unnið Blika í stórleik umferðarinnar.

Þessa umferðina gat valnefnd Fótbolta.net ekki komið sér saman um þjálfara umferðarinnar og því var ákveðið að velja tvo. Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals gerði breytingar í leiknum gegn Blikum sem snéru leiknum hans liði í hag.

Hans fyrrum félagi úr Val, Heimir Guðjónsson, fær að deila titlinum með honum. Hann fékk rautt spjald þegar FH var að tapa 0-2 gegn ÍA en það kveikti í liðinu hans og 3-2 fyrir FH urðu lokatölur í rosalegum fótboltaleik.



Bæði mörk Vals í 2-1 sigrinum gegn Íslandsmeisturunum komu eftir hornspyrnur sem Tryggvi Hrafn Haraldsson tók. Orri Sigurður Ómarsson skoraði sigurmarkið í lok leiksins.

Það komu nokkrir sterklega til greina sem markvörður umferðarinnar en eftir heitar umræður valdi valnefndin Frederik Schram, markvörð Vals, til að standa í markinu.

Örvar Eggertsson gerði leikmönnum Víkings erfitt fyrir þegar Stjarnan vann 4-2 sigur í Fossvoginum. Hann skoraði og lagði upp en Víkingar töpuðu þrátt fyrir að hafa verið einum fleiri stóran hluta leiksins.

Þrátt fyrir að hafa verið í tapliðum þá eru Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki og Gylfi Þór Sigurðsson í Víkingi í liði umferðarinnar. Gylfi skoraði bæði mörk Víkings af vítapunktinum.

Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvö frábær mörk í endurkomusigri FH-inga. Kjartan Kári Halldórsson lagði upp tvö mörk og krækti í vítaspyrnu, sem hann reyndar klúðraði sjálfur.

KA vann mikilvægan 1-0 sigur gegn ÍBV í leik þar sem markverðirnir voru í miklum ham. Vestri lenti tvisvar undir gegn Fram en vann 3-2 sigur þar sem Fatai Gbadamosi var valinn besti maður vallarins.

Þá vann KR verðskuldaðan 2-1 sigur gegn Aftureldingu. Gabríel Hrannar Eyjólfsson átti stóran þátt í báðum mörkum KR. Aron Sigurðarson var valinn maður leiksins en hann skoraði fyrra mark KR og með miklum ólíkindum að mörk hans hafi ekki orðið fleiri en hann var stórhættulegur allan leikinn.

Fyrri lið umferðarinnar:
   07.08.2025 09:45
Sterkasta lið 17. umferðar - Eini sigurinn kom á Þjóðhátíð
   29.07.2025 09:15
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
   21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
   08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
   30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
   24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn

Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
Athugasemdir
banner
banner