Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 09:45
Innkastið
Sterkasta lið 17. umferðar - Eini sigurinn kom á Þjóðhátíð
Oliver Heiðarsson var valinn maður leiksins í Þjóðhátíðarleiknum.
Oliver Heiðarsson var valinn maður leiksins í Þjóðhátíðarleiknum.
Mynd: Raggi Óla
Sigurður Bjartur Hallsson.
Sigurður Bjartur Hallsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fimm af sex leikjum í 17. umferð Bestu deildarinnar enduðu með jafntefli. ÍBV var eina liðið sem fagnaði sigri, vann 2-1 sigur gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum, og skiljanlega eiga Eyjamenn flesta fulltrúa í Sterkasta liðinu í boði Steypustöðvarinnar.

Oliver Heiðarsson var valinn maður leiksins, Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið og þá eru Marcel Zapytowski og Arnór Ingi Kristinsson einnig í liði umferðarinnar. Þjálfari umferðarinnar er Þorlákur Árnason.



Valur gerði 2-2 jafntefli gegn ÍA eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals og sló markametið eins og frægt er. Haukur Andri Haraldsson var valinn maður leiksins en innkoma hans breytti miklu.

Valur er áfram með tveggja stiga forystu í deildinni, á Víking og Breiðablik. Víkingur gerði 2-2 jafntefli gegn FH þar sem Sveinn Gísli Þorkelsson skoraði síðasta mark leiksins. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði bæði mörk FH.

Breiðablik gerði 1-1 jafntefli gegn KA í Kópavogi en Ívar Örn Árnason og Höskuldur Gunnlaugsson voru valdir bestu menn vallarins.

Kennie Chopart var besti maður vallarins þegar Fram og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli en enginn úr 1-1 jafntefli Aftureldingar og Vestra hlaut náð fyrir augum dómnefndar.

Fyrri lið umferðarinnar:
   29.07.2025 09:15
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
   21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
   08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
   30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
   24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn

Innkastið - Þjálfarar að gera dýrkeypt mistök
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 17 10 4 3 44 - 23 +21 34
2.    Víkingur R. 17 9 5 3 31 - 20 +11 32
3.    Breiðablik 17 9 5 3 29 - 22 +7 32
4.    Fram 17 7 4 6 26 - 22 +4 25
5.    Stjarnan 17 7 4 6 30 - 28 +2 25
6.    Vestri 17 7 2 8 16 - 15 +1 23
7.    ÍBV 17 6 3 8 16 - 24 -8 21
8.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
9.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
10.    KA 17 5 4 8 17 - 32 -15 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner
banner