Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. september 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Á að kosta meira en 50 þúsund krónur"
ÍA fékk 50 þúsund króna sekt vegna ummæla Arnars.
ÍA fékk 50 þúsund króna sekt vegna ummæla Arnars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Ársæll Guðmundsson.
Guðmundur Ársæll Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA var í síðustu viku sektað um 50 þúsund krónur af KSÍ eftir að Arnar Már Guðjónsson, leikmaður félagsins, lét ljót ummæli falla um Guðmund Ársæl Guðmundsson, dómara í leik ÍA gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

Í stöðunni 3-2 fyrir Val undir lok leiks vildu Skagamenn fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendina á Rasmus Christiansen. Guðmudur Ársæll dæmdi ekkert.

„Guðmundur Ársæll Aumingi Rassgatsson. Valur voru betri og áttu sigurinn skilið en við fengum tækifæri til að jafna. Rassgatsson hunsar þá línuvörð sem kallar víti, víti víti! í kerfið. Væri gaman að heyra útskýringu frá honum á því," sagði Arnar Már á Twitter en hann hefur nú eytt færslu sinni.

KSÍ ákvað að sekta ÍA um 50 þúsund krónur, en mörgum þykir það of væg sekt. Rætt var um dóminn í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Æðstu menn á fótboltans á Íslandi og félögin þurfa að fara að þrýsta á það að herða regluverkið hjá sér," sagði Elvar Geir Magnússon þegar rætt var um dóminn. „Að kalla dómara Aumingja Rassgatsson á að kosta meira en 50 þúsund krónur."

„Það hlýtur að eiga að kosta leikbann," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Er Arnar Már búinn að biðjast afsökunar opinberlega?" spurði Elvar Geir.

„Ég hef ekki séð það. Ég ætla ekki að segja nei en ég held að maður hefði rekist á það."

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
ÍA sektað vegna ummæla Arnars um Guðmund Ársæl
Útvarpsþátturinn - Leikstílar í Pepsi Max og óverðskuldaður sigur Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner