Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 27. september 2020 17:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið West Ham og Wolves: Semedo beint inn í lið Wolves
Lokaleikur ensku úrvalsdeildarinnar hefst klukkan 18:00 þegar West Ham tekur á móti Wolves á Ólympíuleikvanginum.

Wolves tapaði gegn Manchester City síðasta mánudag og West Ham tapaði gegn Arsenal síðasta laugardag. West Ham tapaði einnig í fyrstu umferð en Wolves vann Sheffield United og er því með þrjú stig.

David Moyes, stjóri West Ham, gerir eina breytingu frá tapinu gegn Arsenal. Fabian Balbuena byrjar í stað Issa Diop.

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Manchester City. Nelson Semedo kemur beint inn í liðið. Hann var keyptur frá Barcelona í liðinni viku. Þá kemur Ruben Vinagre einnig inn í liðið.

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Fredericks, Balbuena, Ogbonna, Cresswell, Masuaku, Rice, Soucek, Fornals, Bowen, Antonio.

Byrjunarlið Wolves: Patricio, Boly, Semedo, Coady, Saiss, Vinagre, Moutinho, Neves, Adama, Raul, Neto.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner