Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. september 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Man Utd getur ekki lengur nýtt sér myrk öfl á markaðnum"
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur misst þann eiginleika að geta sýnt yfirburði sína á félagaskiptamarkaðnum. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Andy Mitten.

„Stuðningsmenn Manchester United hafa ekki trú á félagaskiptastefnu félagsins. Þeim finnst skilaboðin frá félaginu vera misjöfn og óskýr. Í mars og apríl sagði Ole Gunnar að félagið gæti mögulega nýtt sér Covid-stöðuna þar sem félagið gæti verið í betri stöðu en önnur félög fjárhagslega," segir Mitten.

„Á einum tímapunkti var United eina félagið sem hafði ekki fengið einn leikmann til sín í glugganum. Ef Dortmund ætlar ekki að lækka verðmiðann á Jadon Sancho þá verður erfitt að fá hann þaðan. Goðsögn hjá United, fyrrum leikmaður félagsins, sagði við mig í vikunni að félagið hefði misst þann eiginleika að geta nýtt sér myrk öfl á markaðnum."

„Hann kom með dæmi: Ef Sir Alex [Ferguson] vildi fá leikmann þá vissi leikmaðurinn af því og vissi hvar hann myndi spila og hverjir myndu spila við hliðina á sér. Sá leikmaður hefði þá farið til umboðsmannsins og sagt honum að hann vildi fara til United. Ef það var leikmaður Tottenham sem dæmi þá var erfitt fyrir Tottenham að halda leikmanninum í sínum röðum. Þegar Robin van Persie vildi fara til United þá var erfitt fyrir Arsenal að halda honum. Þessi geta United er horfin sem er pirrandi fyrir stuðningsmenn félagsins."

Athugasemdir
banner
banner