Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 27. september 2020 20:52
Aksentije Milisic
Spánn: Fati með tvennu í auðveldum sigri - Sevilla vann
Þremur leikjum er lokið í La Liga deildinni á Spáni en alls fóru fram sex leikir í dag.

Barcelona átti ekki í neinum vandræðum með Villareal á Nou Camp í kvöld. Ansu Fati gerði fyrstu tvö mörk heimamanna áður en Lionel Messi skoraði af vítapunktinum. Pau Torres gerði í kjölfarið sjálfsmark og staðan 4-0 Barcelona í vil í hálfleik.

Ekkert var skorað í síðari hálfleiknum og því auðveldur sigur Barcelona staðreynd í fyrsta leik Ronald Koeman með liðið.

Real Valladolid og Celta Vigo gerðu þá jafntefli. Iago Aspas kom gestunum yfir rétt fyrir leikhlé en Sergi Guardiola jafnaði leikinn úr vítaspyrnu.

Sevilla vann þá góðan útisigur á Cadiz. Heimamenn komust yfir en Sevilla gerði þrjú mörk á síðustu 25 mínútum leiksins. Luuk de Jong, Ivan Rakitic og Munir El Haddadi skoruðu mörkin.

Diego Jóhannesson var ónotaður varamaður hjá Real Oviedo en liðið tapaði 2-0 gegn Espanyol í B-deildinni.

Valladolid 1 - 1 Celta
0-1 Iago Aspas ('44 )
1-1 Sergi Guardiola ('66 , víti)

Cadiz 1 - 3 Sevilla
1-0 Salvi ('48 )
1-1 Luuk de Jong ('65 )
1-2 Ivan Rakitic ('90 )
1-3 Munir El Haddadi ('90 )

Barcelona 4 - 0 Villarreal
1-0 Ansu Fati ('15 )
2-0 Ansu Fati ('19 )
3-0 Lionel Andres Messi ('35 , víti)
4-0 Pau Torres ('45 , sjálfsmark)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner