Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Bernardo Silva á förum frá Man City? - „Hann á allt það besta skilið"
Bernardo Silva gæti verið á förum frá félaginu
Bernardo Silva gæti verið á förum frá félaginu
Mynd: EPA
Portúgalski leikmaðurinn Bernardo Silva gæti yfirgefið Manchester City í næsta glugga en Pep Guardiola, stjóri félagsins, er óviss um stöðu hans.

Bernardo byrjaði á bekknum í fyrsta leik liðsins í deildinni en hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum síðan þá.

Leikmaðurinn á fjögur ár eftir af samningnum hjá Man City en það var rætt um það í ensku blöðunum í sumar að hann gæti verið á förum eftir að Jack Grealish var keyptur frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda.

Guardiola sagði í ágúst að hann væri opinn fyrir því að leyfa Bernardo að fara og viðurkennir að það gæti gerst í náinni framtíð.

„Eina sem ég vil er að Bernardo sé hamingjusamur, hér eða hvar sem er. Þessi náungi á allt það besta skilið," sagði Guardiola.

„Ég mun aldrei gleyma því þegar við unnum deildina í annað sinn með 98 stig. Hann var besti leikmaðurinn á Englandi og var tilnefndur sem besti leikmaðurinn. Hann var klárlega sá besti það tímabilið."

„Ef hann vill fara og ákveður að fara frá félaginu, þá er það eina sem ég get sagt er að það félag sem fær Bernardo er að fá einn besta leikmann heims."

„Er hann ánægðari í dag? Þú getur ekki spilað eins og hann gerir ef þú ert ekki ánægður. Það er ómögulegt,"
sagði Guardiola í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner