Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 27. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Xhaka fór meiddur af velli - „Ég hef áhyggjur"
Svissneski landsliðsmaðurinn Granit Xhaka fór meiddur af velli er Arsenal vann Tottenham Hotspur 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann gæti verið eitthvað frá.

Xhaka meiddist undir lok leiksins eftir samstuð milli hans og Lucas Moura.

Honum var skipt af velli og eftir leikinn sagðist Arteta hafa miklar áhyggjur af Xhaka.

„Ég er með miklar áhyggjur því þetta lítur ekki vel út í augnablikinu," sagði Arteta.

Xhaka hefur tekið þátt í fjórum leikjum í deildinni með Arsenal á þessu tímabili en hann missti af tveimur leikjum vegna Covid-19.


Athugasemdir
banner
banner