Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 27. september 2023 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu geggjaðan þrumufleyg Szoboszlai á Anfield
Dominik Szoboszlai smellhitti boltann
Dominik Szoboszlai smellhitti boltann
Mynd: Getty Images
Ungverski miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai þurfti ekki langan tíma til að koma Liverpool í 2-1, en hann hafði verið inn á vellinum í tæpar fimm mínútur áður en hann þrumaði boltanum efst í vinstra hornið.

Liverpool hefur verið í stöðugri leit að sigurmarki í þessum leik og það er sennilega komið.

Jürgen Klopp gerði tvöfalda skiptingu á 65. mínútu er þeir Szoboszlai og Darwin Nunez komu inn fyrir Ben Doak og Ryan Gravenberch.

Fimm mínútum síðar náði Wataru Endo að lauma boltanum inn á Szoboszlai, sem var með boltann rétt fyrir utan teiginn áður en hann þrumaði honum efst í vinstra hornið. Stórkostlegt mark hjá Ungverjanum.

Sjáðu markið hjá Szoboszlai
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner