Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir 
Stuðningsmenn ÍA sungu ofan í viðtal við Óskar - „Þú ætlar bara að bjóða upp á þetta?"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tapaði fallbaráttuslagnum gegn ÍA í Bestu deildinni í dag og er þremur stigum á eftir Vestra þegar þrjár umferðir eru eftir en Vestri á leik til góða.

KR hefur aðeins nælt í eitt stig í síðustu fimm leikjum.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 KR

Í viðtali við Sýn Sport eftir leikinn heyrðist hátt og snjalt í stuðningsmönnum ÍA syngja 'KR í Lengjudeild'. Óskar sagði þá: „Þú ætlar bara að bjóða upp á þetta í viðtali?"

Óskar var spurður í kjölfarið hvort hann væri hræddur um að það myndi raungerast að KR falli í Lengjudeildina.

„Ef við föllum þá er það út af félagið er á þeim stað sem það á skilið. Ég segi samt, ekki fagna of mikið. Það eru níu stig eftir í pottinum. Ef það er einhver sem þekkir Lengjudeildina vel þá er það Skaginn. Þeir hafa verið þar í mörg ár og vita það að vera þar er enginn dauðadómur yfir félagi," sagði Óskar.


Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 23 9 5 9 33 - 41 -8 32
2.    ÍBV 23 8 6 9 25 - 29 -4 30
3.    ÍA 24 9 1 14 33 - 45 -12 28
4.    Vestri 23 8 3 12 23 - 32 -9 27
5.    KR 24 6 6 12 46 - 58 -12 24
6.    Afturelding 23 5 7 11 30 - 40 -10 22
Athugasemdir
banner
banner