Þýska félagið Mainz hefur ákveðið að rifta samningi sínum við Anwar El Ghazi, fyrrum vængmann Aston Villa og Everton.
El Ghazi var fyrst settur til hliðar eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu á samfélagsmiðlum.
El Ghazi var fyrst settur til hliðar eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu á samfélagsmiðlum.
Mainz sagði að samfélagsmiðlapóstur El Ghazi hafi verið algjörlega óásættanlegur. Leikmaðurinn fjarlægði póstinn en hefur nú verið tilkynnt að samningi hans verði rift.
Hann gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu þann 22. september, eftir að hafa yfirgefið PSV Eindhoven.
Þá er Youcef Atal varnarmaður Nice undir rannsókn eftir að hafa birt myndband tengt átökunum í Ísrael og Gaza.
Athugasemdir