Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   sun 27. október 2024 21:53
Kári Snorrason
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024 eftir að hafa unnið Víking 3-0, í hreinum úrslitaleik um titilinn í Víkinni í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö og Aron Bjarnason eitt til að skila þriðja Íslandsmeistaratitlinum í Kópavog. Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta er besta tilfinning í heimi, fyrir leik ímyndaði maður sér hvað myndi gerast ef við myndum klára þetta. Það var erfitt en svo gerist þetta og er besta tilfinning í heimi."

„Mér fannst við vera með leikinn frá A-Ö. Mér fannst við eiga að vinna þetta stærra. Þessi leikur var mjög vel upp settur, við útfærðum allt upp á tíu."

Fæstir bjuggust við að Breiðablik yrðu meistarar fyrir mót.

„Það eru bara nokkrir sem þurfa að hafa trú. Það kom tímabil þar sem trúin fór aðeins niður en svo settum við í fluggír."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner