fös 27. nóvember 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Diego Costa með blóðtappa - Klár um áramótin?
Diego Costa er búinn að lenda í ýmsum hremmingum í haust.
Diego Costa er búinn að lenda í ýmsum hremmingum í haust.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn öflugi Diego Costa hefur átt erfitt uppdráttar frá komu sinni til Atletico Madrid í janúar 2018. Hann skoraði mikilvæg mörk á sínu fyrsta tímabili en hefur síðan þá átt í stöðugum meiðslavandræðum.

Costa greindist með ný meiðsli á dögunum og eru það fimmtándu meiðslin sem hann verður fyrir á tæpum þremur árum hjá Atletico.

Costa er með blóðtappa í hægri fótleggnum og er talið að hann verði frá í allavega mánuð vegna tappans. Hann ætti því ekki að vera klár í slaginn fyrr en um áramótin.

Costa, sem er 32 ára gamall, missti af upphafi tímabilsins vegna kórónuveirunnar og meiddist svo í 2-0 sigri gegn Celta Vigo.

Atletico hefur farið vel af stað án Costa. Liðið er með 20 stig eftir 8 umferðir og markatöluna 18-2. Liðið er þó í erfiðri stöðu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og þarf helst sigur á heimavelli gegn ríkjandi meisturum FC Bayern er liðin mætast næsta þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner