Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. nóvember 2020 13:46
Magnús Már Einarsson
Elfar Freyr framlengir við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.

„Elfar Freyr átti eitt ár eftir af samingi sínum og er ánægjulegt að vita til þess að leikmaðurinn ætli sér að taka þátt í þeirri spennandi uppbyggingu sem á sér stað hjá meistarafloki Blika," segir á Blikar.is.

„Allir Blikar nær og fjær fagna auðvitað þessum tíðindum og hlakka til að sjá þennan sterka leikmann á vellinum á komandi leiktíðum."

Elfar Freyr er 31 árs og á að baki 284 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks frá fyrsta leik árið 2008 þá 19 ára gamall.

Elfar er fjórði leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi og annar leikjahæsti leikmaðurinn í núverandi leikmannahópi Blika - aðeins Andri Rafn Yeoman hefur leikið fleiri mótsleiki en Elfar Freyr með meistarflokki.

Elfar varð bikarmeistari með Blikaliðinu árið 2009 og Íslandsmeistari 2010. Hann lék sem atvinnumaður í Grikklandi, Noregi og Danmörku 2011-2013. Elfar Freyr á einn leik með A landsliði Íslands og 6 leiki með U21 árs landsliðinu.
Athugasemdir
banner