Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. nóvember 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjögur lið tryggðu sér sæti í útsláttarkeppninni í gær
Mynd: Getty Images
Fjögur lið tryggðu sér í gær farseðilinn í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir jákvæð úrslit í fjórðu umferð riðlakeppninnar.

Liðin eru Arsenal, Leicester, Roma og Hoffenheim.

Arsenal vann 0-3 útisigur á Molde þar sem Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Arsenal. Sigurinn var fjórði sigur Arsenal í keppninni.

Leicester náði í jafntefli á lokasekúndum leiks liðsins gegn Braga þegar Jamie Vardy jafnaði í uppbótartíma. Leicester er með tíu stig í sínum riðli.

Roma vann 0-2 útisigur á Cluj og er með tíu stig í riðli A. Loks vann Hoffenheim 0-2 sigur á Liberec og er þýska liðið með fullt hús stiga.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, sagði að nú væri markmiðið að tryggja sér sigurinn í riðlinum eftir að sætið í útsláttarkeppninni væri tryggt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner